Býr Íslendingur hér? er ein áhrifamesta ævisaga síðustu áratuga hér á landi. Hún geymir sögu Leifs Muller, kaupmannssonar úr Reykjavík sem fæddur var 1920 og hélt út í heim kornungur, nokkru áður en seinni heimsstyrjöldin braust út. Í umróti stríðsins var hann svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og síðar sendur til Sachsenhausen-fangabúðanna skammt frá Berlín.
Leifur þraukaði til stríðsloka í þessum illræmdu útrýmingarbúðum nasista. Gegndarlaus þrældómur, grimmd, niðurlæging og þjáningar urðu hlutskipti hans þar, og við hryllilegar aðstæður dró hann fram lífið, komst til þroska – og lifði af. Eftir stríð höfðu fáir heima á Íslandi nokkurn skilning á því sem hann hafði gengið í gegnum en hann var illa farinn á líkama og sál eftir vítisvistina; sárin greru aldrei.
Leifur Muller lést sumarið 1988, í þann mund sem Garðar Sverrisson lauk við að rita söguna um fangavist hans fjörutíu árum fyrr, látlausan aðdraganda hennar og áhrifarík eftirmál. Bókin kom út um haustið og vakti gríðarlega athygli enda er upprifjun Leifs einlæg og sláandi, skrifuð af nærfærni og virðingu, og snertir djúpt hvern þann sem les.
© 2023 Forlagið (Hljóðbók): 9789979537960
© 2023 Forlagið (Rafbók): 9789979536536
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 april 2023
Rafbók: 26 april 2023
Býr Íslendingur hér? er ein áhrifamesta ævisaga síðustu áratuga hér á landi. Hún geymir sögu Leifs Muller, kaupmannssonar úr Reykjavík sem fæddur var 1920 og hélt út í heim kornungur, nokkru áður en seinni heimsstyrjöldin braust út. Í umróti stríðsins var hann svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og síðar sendur til Sachsenhausen-fangabúðanna skammt frá Berlín.
Leifur þraukaði til stríðsloka í þessum illræmdu útrýmingarbúðum nasista. Gegndarlaus þrældómur, grimmd, niðurlæging og þjáningar urðu hlutskipti hans þar, og við hryllilegar aðstæður dró hann fram lífið, komst til þroska – og lifði af. Eftir stríð höfðu fáir heima á Íslandi nokkurn skilning á því sem hann hafði gengið í gegnum en hann var illa farinn á líkama og sál eftir vítisvistina; sárin greru aldrei.
Leifur Muller lést sumarið 1988, í þann mund sem Garðar Sverrisson lauk við að rita söguna um fangavist hans fjörutíu árum fyrr, látlausan aðdraganda hennar og áhrifarík eftirmál. Bókin kom út um haustið og vakti gríðarlega athygli enda er upprifjun Leifs einlæg og sláandi, skrifuð af nærfærni og virðingu, og snertir djúpt hvern þann sem les.
© 2023 Forlagið (Hljóðbók): 9789979537960
© 2023 Forlagið (Rafbók): 9789979536536
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 april 2023
Rafbók: 26 april 2023
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 260 stjörnugjöfum
Sorgleg
Upplýsandi
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 260
Ásta Gunna
8 maj 2023
Þörf lesning, fyrir alla þá sem unna frelsinu.
Ragnheiður
2 maj 2023
Þvílíkar hörmungar í fangabúðum nazista
Þorsteinn
18 sep. 2023
Frábær bók og mikil saga
Kristín
16 sep. 2023
Frábær frásögn
Edda
19 aug. 2023
Mögnuð bók í frábærum lestri
Hermann
9 juni 2023
Með allra bestu bókum sem ég hef lesið. Frásagnartextinn er svo hófsamur og vandaður að hann styrkir enn meira upplifun lesenda.
Audu
10 sep. 2023
Mögnuð lýsing á grimmd þýska þjóðernissósíalismans - hvernig gat mennigarþjóð þjóðverja allt í einu sett á sig leðursvunturnar og farið að slátra mönnum án þess að blinkna ?Þessa bók ætti að kenna í öllum menntaskólum.
Saga
22 aug. 2023
Þessa bók ættu allir að lesa. Það er stutt í villidýrið í mannskepnunni. Að svona hlutir geti hafa gerst allt í kringum okkur.
Bryndís
16 maj 2023
Stórmerkileg bók og erfið
Hrund
28 juni 2023
Saga sem þarf að lesa.
Íslenska
Ísland