Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Til eru þær bækur sem eru svo skemmtilegar að varla er hægt að leggja þær frá sér. Sagt hefur verið um þessa bók að hún sé þannig. Frásagnargleði Guðmundar G. Hagalín er mikil og hraði og líf er í sögunni. Bókin er skráð eftir sögu Hjalta sjálfs, og á það eflaust sinn þátt í að þessi frásögn er lífleg og þróttmikil. Bókin er talin eitt merkasta verk höfundar, og kom fyrst út árið 1939, þá í tveimur bindum. Hjalti var fæddur árið 1869 og lifði hann afar viðburðaríku lífi. Hann var til að mynda fyrstur manna til að klífa Háadrang við Dyrhólaey og síðan Eldey á Reykjanesi og hlaut í kjölfarið viðurnefnið Eldeyjar-Hjalti. Þetta varð til þess að menn sóttu súlu í Eldey áratugum saman, síðast 1939. Á yngri árum sótti Hjalti vertíðir í Eyjum, eignaðist hlut í fiskibát, rak um tíma verslun og kenndi sund á árunum 1892 til 1893. Hjalti fluttist úr Eyjum 1895, var hafnsögumaður í Höfnum um skeið, fluttist til Reykjavíkur 1899 og starfaði þar síðan. Hann stóð m.a. að byggingu kolakranans við Reykjavíkurhöfn sat í stjórn Olíuverslunar Íslands hf, Slippfélagsins í Reykjavík og Hamars hf og var jafnframt ræðismaður Pólverja. Þrátt fyrir öll þessi margvíslegu störf er óhætt er að segja að Hjalti sé þó kunnastur fyrir að klífa Eldey árið 1894.
© 2021 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935222602
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 april 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland