Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.4
Óskáldað efni
Í þessari bók segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson – Siddi gull – frá viðburðarríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera. En … hann hefur aldrei gefist upp, sama hvað á hefur bjátað, og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt útlitið var í rauninni. Þessu er öllu gerð skil í frásögn sem spannar allt frá mesta draugagangi á Íslandi, Hvammsundrunum svokölluðu, til hins ofdekraða Samma.
Fjölmargir hafa í gegnum tíðina sótt í félagsskap Sigmars, einkum þegar hann rak verslun sína, Modelskartgripi, við Hverfisgötu. Létt lund hans laðaði að og þar áttu margir, sem telja mátti til utangarðsmanna í þjóðfélaginu, athvarf í dagsins önn. Má þar nefna Hemma túkall, Pétur Hoffmann og listmálarann Stefán Jónsson frá Möðrudal, sjálfan Stórval. Sigmar rekur kynni sín af þessum mönnum, en auk þess er í bókinni fjöldi gamansagna af hinum síðarnefnda. Þá segir af stórtækum skartgripaþjófi, sem fór ránshendi víða í verslunum og var gómaður á undraverðan hátt. Er þá fátt upp talið.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152114896
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 april 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland