Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Endurminningar Gunnars Björgvinssonar kaupsýslumanns komu út á ensku og íslensku árið 2014, í afar takmörkuðu upplagi og gaf Gunnar bókina einungis til vina og vandamanna. Nú í fyrsta sinn er bókin komin í almenna dreifingu í gegnum þessa hljóðbókarútgáfu.
Gunnar Björgvinsson var einungis fimmtán ára þegar hann yfirgaf æskuheimili sitt við Freyjugötu í Reykjavík og hélt til náms í flugvirkjun í Noregi og síðan Bandaríkjunum. Fljótlega að loknu námi réðist hann til Loftleiða og varð þátttakandi í ævintýralegum uppgangi félagsins. Leiðir hans lágu til Lúxemborgar þar sem hann varð framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum og Cargolux.
Rúmlega fertugur tók Gunnar þá djörfu ákvörðun að segja starfi sínu hjá Cargolux lausu og hefja eigin rekstur. Með því að nýta tækniþekkingu sína, viðskiptasambönd og reynslu varð hann einn af umsvifameiri flugvélasölum Evrópu. Á ferli sínum átti hann viðskipti með rúmlega 260 flugvélar og þyrlur. Gott gengi í flugvélaviðskiptum gerði Gunnari kleift að hefja fjárfestingar í bandarískum sprotafyrirtækjum, einkum á sviði lækningatækja. Gæfa hans sem sprotafjárfestis var engu minni. Hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, ýtti úr vör félögum sem náð hafa miklum árangri og stórbætt lífsgæði fjölmargra. Hér er farið yfir líf og starf Gunnars Björgvinssonar sem var afar viðburðaríkt. Gunnar Björgvinsson lést árið 2018. Lesari bókarinnar er Atli Rafn Sigurðarson.
© 2021 Almenna bókafélagið (Hljóðbók): 9789935517807
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 april 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland