Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
2 of 2
Glæpasögur
1795 er þriðja og síðasta bókin í myrkum metsöluflokki Niklas Natt och Dag sem gerist í Stokkhólmi í lok átjándu aldar. Hann hlaut heiðursverðlaun borgarinnar árið 2020 fyrir 1793 og 1794.
Tycho Ceton er á flótta um skuggasund Stokkhólmsborgar; hundeltur, aleinn og auralaus. Upp hefur komist um glæpi hans og reglubræðurnir valdamiklu hafa snúið við honum baki. Hans eina von um að komast í náðina á ný felst í því að upphugsa djöfullega skemmtidagskrá sem fullnægir grimmd og kvalalosta bræðranna, sýningu sem fær fyrri afrek hans til að blikna.
Mickel Cardell og Emil Winge leggja lögreglunni lið en vita að tíminn fram að næsta ódæði Cetons er knappur. Winge virðist hafa náð tökum á hugsýki sinni og drykkju en Cardell er heltekinn af samviskubiti yfir hryllilegum dauðdaga barna Önnu Stinu og ann sér engrar hvíldar í leit sinni að henni.
En það eru fleiri að leita að Önnu Stinu: Hættulegir menn eru sannfærðir um að hún hafi undir höndum ómetanlegt bréf …
Hilmar Hilmarsson þýddi en hann fékk Ísnálina fyrir þýðingu sína á 1793 og hér birtist hún í frábærum lestri Kolbeins Arnbjörnssonar.
© 2022 JPV (Hljóðbók): 9789935293732
Þýðandi: Hilmar Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 september 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland