247 Umsagnir
4.24
Seríur
Hluti 5 af 10
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Glæpasögur
Lengd
12Klst. 59Mín

Úlfurinn rauði

Höfundur: Liza Marklund Lesari: Birna Pétursdóttir Hljóðbók

Ískalda vetrarnótt er blaðamaður myrtur í Norður-Svíþjóð. Annika Bengtzon finnur tengsl milli morðsins og hryðjuverks sem framið var á sama stað í ’68 byltingunni. Annika flækist í net ofbeldis og hryðjuverka sem teygja anga sína alla leið í stjórnarráðið.

Bylting verður í lífi Anniku. Hún hefur þreyst illa og sagt upp yfirmannsstöðu sinni á Kvöldblaðinu en hefur frjálsar hendur sem blaðamaður og rannsakar gamalt hryðjuverkamál. Yfirmaður hennar neitar henni um birtingu málsins í blaðinu en hún aftekur með öllu að láta það niður falla.

Til að styrkja stoðirnar og berjast fyrir tilverurétti sínum neyðist hún til að skora bæði pólitískar stofnanir og fjölmiðlakerfið á hólm, yfirmann sinn og eigin siðferðiskennd.

Bækur Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa komið út á yfir 30 tungumálum og notið gríðarlegra vinsælda. Úlfurinn rauði er fimmta sagan í þessum bókaflokki, hér í frábærum lestri Birnu Pétursdóttur.

© 2022 Mál og menning (Hljóðbók) ISBN: 9789979346777 Titill á frummáli: Den röda vargen Þýðandi: Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir

Skoða meira af