83 Umsagnir
4.46
Seríur
Hluti 27 af 28
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
5Klst. 39Mín

Útkall – Íslenska neyðarlínan

Höfundur: Óttar Sveinsson Lesari: Kolbeinn Arnbjörnsson Hljóðbók

Í bókinni Útkall - Íslenska neyðarlínan segja björgunarmenn og þeir sem bjargað var úr lífsháska frá reynslu sinni. Höfundurinn hefur að mestu leyti spunnið frásagnirnar saman í fyrstu persónu. Í einni frásögn bókarinnar er því lýst er hjón hröpuðu með vélsleða 20 metra niður í hyldýpissprungu á Snæfellsjökli. Þar koma við sögu slysavarnafélagsmenn, aðrir björgunarmenn og læknir sem þurfti að síga í jökulsprungu, án þess að hafa nokkru sinni gert slíkt áður, til að hlúa að limlestum manninum.

Þessi frásögn var valin af þekktasta sjónvarpsþætti sinnar tegundar í heiminum, Rescue 911, til kvikmyndunar hér á landi. Einnig er fjallað um ms. Tungufoss, sem sökk í tólf vindstigum út af Lands End á Bretlandi og djörfustu flugferð ársins 1994 þegar Bandaríkjamenn björguðu áhöfn Goðans í fárviðri í Vöðlavík.

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789152177556

Skoða meira af