183 Umsagnir
4.01
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Ævisögur
Lengd
14Klst. 48Mín

Land föður míns

Höfundur: Wibke Bruhns Lesari: Svala Arnardóttir Hljóðbók og Rafbók

Síðla sumars 1944 var Hans Georg Klamroth, foringi í þýsku leyniþjónustunni, tekinn af lífi vegna aðildar sinnar að júlí-samsærinu um að ráða Adolf Hitler af dögum. Yngsta dóttir hans, Wibke Bruhns, var þá sex ára. Áratugum síðar horfir hún á heimildarþátt um þessa atburði. Þar bregður fyrir myndum af föður hennar. Hún starir á sviplaust andlit hans og sér sjálfa sig í honum – en finnur að hún þekkir hann ekki neitt. Margar spurningar vakna í huga hennar. Hvers vegna urðu foreldrar hennar nasistar? Hvernig var að vera Þjóðverji á nasistatímanum? Og hvað varð til þess að faðir hennar sneri að lokum baki við Hitler?

Sjónvarpskonan og blaðamaðurinn Wibke Bruhns ákveður að kafa ofan í fortíðina. Afraksturinn er þessi áhrifamikla fjölskyldusaga þriggja kynslóða sem veitir einstaka innsýn í sögu þýsku þjóðarinnar á 20. öld. Bókin sló í gegn í Þýskalandi og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

„Stórkostleg bók sem nánast áreynslulaust svarar spurningu allra spurninga: Hvernig gat þetta gerst?“ – Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung

© 2018 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789178596225 © 2021 Ugla útgáfa (Rafbók) ISBN: 9789935215482 Titill á frummáli: Meines Vaters Land Þýðandi: Vilborg Auður Ísleifsdóttir

Skoða meira af