Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.8
Glæpasögur
Landsþekkt fjölmiðlakona vaknar fangin á köldum og myrkum stað. Fljótlega kemur í ljós að henni hefur verið rænt og hún er ekki einsömul. Í kappi við klukku sem telur niður neyðast hin föngnu til að velta við áratugagömlu sakamáli til að eiga möguleika á að komast af.
Hin margreynda rannsóknarlögreglukona Bergþóra og nýliðinn Jakob rannsaka dularfull hvörf þekktra einstaklinga úr þjóðfélaginu. Vísbendingar eru af skornum skammti, allt virðist vinna gegn þeim og óvæginn tifar tíminn.
Örvænting er önnur skáldsaga Önnu Margrétar Sigurðardóttur en áður birtist Hringferðin, sem jafnframt státar af hinu stórskemmtilega tvíeyki, Bergþóru og Jakobi. Hér er á ferðinni sannkölluð þeysireið, spennandi og áhugaverð glæpasaga sem spyr áleitinna spurninga. Í frábærum lestri Þórunnar Lárusdóttur.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180683593
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180683609
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 maj 2023
Rafbók: 30 maj 2023
3.8
Glæpasögur
Landsþekkt fjölmiðlakona vaknar fangin á köldum og myrkum stað. Fljótlega kemur í ljós að henni hefur verið rænt og hún er ekki einsömul. Í kappi við klukku sem telur niður neyðast hin föngnu til að velta við áratugagömlu sakamáli til að eiga möguleika á að komast af.
Hin margreynda rannsóknarlögreglukona Bergþóra og nýliðinn Jakob rannsaka dularfull hvörf þekktra einstaklinga úr þjóðfélaginu. Vísbendingar eru af skornum skammti, allt virðist vinna gegn þeim og óvæginn tifar tíminn.
Örvænting er önnur skáldsaga Önnu Margrétar Sigurðardóttur en áður birtist Hringferðin, sem jafnframt státar af hinu stórskemmtilega tvíeyki, Bergþóru og Jakobi. Hér er á ferðinni sannkölluð þeysireið, spennandi og áhugaverð glæpasaga sem spyr áleitinna spurninga. Í frábærum lestri Þórunnar Lárusdóttur.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180683593
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180683609
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 maj 2023
Rafbók: 30 maj 2023
Heildareinkunn af 566 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 566
Helga
31 maj 2023
Spennandi og vel lesin .
Oddbjörg
31 maj 2023
Þessi kom verulega skemmtilega á óvart
Melkorka
8 juni 2023
Frekar ósannfærandi söguþráður og erfitt að tengjast sögupersónum. Samtölin einföld og sumar flétturnar ótrúverðugar. Húmorinn oft taktlaus og á slæmum augnablikum. Ekki góð bók að mínu mati.
Lilja Hafdís
1 juni 2023
Topp saga og lestur 🏆
Björk
3 juni 2023
Góð bók og vel lesinn,
Kristín
3 juni 2023
Góð og kom á óvart. Framúrskarandi góður lestur.
Björn
2 juni 2023
Frábær lesning 👌👍
Álfheiður Erla
6 juni 2023
Spennandi þegar leið á bók, ruglingsleg á köflum, en bara allt í lagi að hlusta þar sem lesari var nokkuð góð
Einar Valgeir
11 okt. 2023
Frábær bók og flottur lestur.
Inga
24 juli 2023
Spenandi og rosalega vel lesin
Íslenska
Ísland