Endurskoðandi lendir í sálarangist vegna teikningar dóttur sinnar. Kolla og Nonni eiga vandræðalega kvöldstund í matarboði í Fossvoginum. Nýfráskilin kona er skilin ein eftir á Tenerife af vinkonu sinni. Að ógleymdri hinni 78 ára Guðrúnu og syni hennar sem reynir að viðhalda lífsvilja beggja með spjalli um Hitchcock-myndir, pottaplöntur og Tinder.
Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Kristján Hrafn Guðmundsson inniheldur sjö lauslega tengdar sögur úr samtímanum. Handrit bókarinnar var valið úr tugum handrita til að hljóta Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2019. Í umsögn úthlutunarnefndar segir m.a.: „Sögurnar eru grípandi, persónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli […] Andrúmsloftið er létt og leikandi en um leið tekst höfundi að miðla samspili gleði og alvöru af sérstakri næmni.“
© 2021 Storyside (Hljóðbók): 9789180430036
© 2021 Storyside (Rafbók): 9789180430043
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 oktober 2021
Rafbók: 29 oktober 2021
Endurskoðandi lendir í sálarangist vegna teikningar dóttur sinnar. Kolla og Nonni eiga vandræðalega kvöldstund í matarboði í Fossvoginum. Nýfráskilin kona er skilin ein eftir á Tenerife af vinkonu sinni. Að ógleymdri hinni 78 ára Guðrúnu og syni hennar sem reynir að viðhalda lífsvilja beggja með spjalli um Hitchcock-myndir, pottaplöntur og Tinder.
Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Kristján Hrafn Guðmundsson inniheldur sjö lauslega tengdar sögur úr samtímanum. Handrit bókarinnar var valið úr tugum handrita til að hljóta Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2019. Í umsögn úthlutunarnefndar segir m.a.: „Sögurnar eru grípandi, persónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli […] Andrúmsloftið er létt og leikandi en um leið tekst höfundi að miðla samspili gleði og alvöru af sérstakri næmni.“
© 2021 Storyside (Hljóðbók): 9789180430036
© 2021 Storyside (Rafbók): 9789180430043
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 oktober 2021
Rafbók: 29 oktober 2021
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 138 stjörnugjöfum
Leiðinleg
Notaleg
Flókin
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 138
Þórir
30 okt. 2021
Frábærar smásögur. Vel lesið, röddin passar mjög vel.
Rósa
30 okt. 2021
Skil ekkert í þessari bók. Vel lesin en söguþráður hélt ekki
Guðfinna
19 nov. 2021
Þokkalegur þessi hvíslandi lestur. En málvillur eins og "sjálfur augna sinna" - þreytandi
anna
31 okt. 2021
Smásögur eg hlustaði á þær allar og veit ekki afhverju .Lestur áheyilegur.
Sigrún
5 nov. 2021
Vel lesin og ágætar smásögur
Hulda
5 nov. 2023
Mæli með þessari bók
Ragna
7 nov. 2021
Gafst upp á að hlusta
Viktor Hrafn
16 nov. 2021
Hafði mjög gaman af sögunum. Slemmtileg samtöl og kunnuglegar aðstæður.
Nína Margrét
2 nov. 2021
Skemmtilegar smásögur og góður lestur 🙂
Ása Birna
8 nov. 2021
Ég gafst upp á að hlusta. Þessar sögur höfðuðu ekki til mín.
Íslenska
Ísland