anna
13 nov. 2022
Góð saga, skemmtilega skrifuð og plottið i henni frábært,kannski var lífið einmitt svona í heimi stjarnanna á þeim tima.Lesturinn mjög góður.
Leikkonan og einfarinn Evelyn Hugo er loks reiðubúin að segja frá glæstri ævi sinni og öllum hneykslismálunum. En þegar hún velur óþekkta blaðamanninn Monique Grant til starfans kemur það engum meira á óvart en Monique sjálfri. Af hverju varð hún fyrir valinu? Af hverju núna?
Monique er ekki beinlínis á toppnum á tilverunni. Eiginmaður hennar fór frá henni og starfsframinn virðist ætla að láta á sér standa. En hvaða ástæður sem Evelyn hefur svo sem fyrir því að velja hana sem ævisagnaritara er Monique harðákveðin í að nýta þetta tækifæri til þess að klífa metorðastigann.
Í ríkmannlegri íbúð Evelyn hlustar Monique sem bergnumin á Evelyn segja ævisögu sína. Hún segir frá öllu – allt frá því hvernig hún komst til Los Angeles á sjötta áratugnum og að ákvörðun sinni um að yfirgefa kvikmyndabransann á níunda áratugnum, og auðvitað eiginmönnunum sjö sem hún giftist þar á milli. Evelyn rekur sögu miskunnarleysis og metorðagirndar, óvæntrar vináttu og forboðinnar ástar, en þegar sögulokin nálgast verður ljóst að ævi Evelyn tengist lífi Monique með harmrænum og afdrifaríkum hætti.
© 2022 Bókabeitan - Björt (Hljóðbók): 9789935528551
© 2022 Bókabeitan - Björt (Rafbók): 9789935528568
Þýðandi: Sunna Dís Másdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 11 november 2022
Rafbók: 11 november 2022
Leikkonan og einfarinn Evelyn Hugo er loks reiðubúin að segja frá glæstri ævi sinni og öllum hneykslismálunum. En þegar hún velur óþekkta blaðamanninn Monique Grant til starfans kemur það engum meira á óvart en Monique sjálfri. Af hverju varð hún fyrir valinu? Af hverju núna?
Monique er ekki beinlínis á toppnum á tilverunni. Eiginmaður hennar fór frá henni og starfsframinn virðist ætla að láta á sér standa. En hvaða ástæður sem Evelyn hefur svo sem fyrir því að velja hana sem ævisagnaritara er Monique harðákveðin í að nýta þetta tækifæri til þess að klífa metorðastigann.
Í ríkmannlegri íbúð Evelyn hlustar Monique sem bergnumin á Evelyn segja ævisögu sína. Hún segir frá öllu – allt frá því hvernig hún komst til Los Angeles á sjötta áratugnum og að ákvörðun sinni um að yfirgefa kvikmyndabransann á níunda áratugnum, og auðvitað eiginmönnunum sjö sem hún giftist þar á milli. Evelyn rekur sögu miskunnarleysis og metorðagirndar, óvæntrar vináttu og forboðinnar ástar, en þegar sögulokin nálgast verður ljóst að ævi Evelyn tengist lífi Monique með harmrænum og afdrifaríkum hætti.
© 2022 Bókabeitan - Björt (Hljóðbók): 9789935528551
© 2022 Bókabeitan - Björt (Rafbók): 9789935528568
Þýðandi: Sunna Dís Másdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 11 november 2022
Rafbók: 11 november 2022
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 609 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Rómantísk
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 609
anna
13 nov. 2022
Góð saga, skemmtilega skrifuð og plottið i henni frábært,kannski var lífið einmitt svona í heimi stjarnanna á þeim tima.Lesturinn mjög góður.
Ingibjörg
15 nov. 2022
Langdregin
Brynhildur
16 nov. 2022
Mögnuð bók og frábærir lesarar!
Anna Ólöf
24 juni 2023
Frábær, vel skrifuð bók og góður lestur. Átti erfitt með að hætta að hlusta í hvert skipti sem ég þurfti að sinna öðru og gat ekki beðið eftir að komast aftur að hlusta til að heyra hvað gerðist næst.
Katrín
17 nov. 2022
Góður lestur.
Kaja
12 nov. 2022
Ég er ekki alveg að skilja afhverju þessi bók fær fimm stjörnur. Hún er ekkert sérstök.
Þórunn
27 dec. 2022
Notaleg og skemmtileg bók og vel flutt eða lesin
Jóhanna
15 nov. 2022
Virkilega góð bók, vel skrifuð og gott plott.
Hrafnhildur
17 nov. 2022
Hvenær kemur framhaldið?
Júlía
30 jan. 2023
Dásamleg
Íslenska
Ísland