Edvard
21 nov. 2023
Guðrún frá lundi er bara best Lestur frábær Takk kærlega fyrir mig
4.4
3 of 3
Skáldsögur
... Er hryllilega svag fyrir bókum Guðrúnar sérstaklega þó Dalalífi …….. og einu enn þriggja binda verki eftir hana sem að við köllum Jónönnubækurnar. (ónefndur bloggari) … Dásamlegar bókmenntir, verð ég að segja!! Bestar eru þó lýsingar á fólki, ýtarlegar mjög, sem kemur svo ekki frekar við sögu!! Þetta er eins og í Íslendingasögunum. (ónefndur bloggari) … Ef hægt er að segja, að eitthvað einkenni sögur Guðrúnar frá Lundi fremur öðru, þá eru það samtölin. Samræðulistin er hennar aðall. Þar er hún mikill snillingur. Oft verða samtöl svo lifandi og sérkennandi fyrir þátttakendur, að manni finnst næstum því sem maður sé viðstaddur og horfi á fólkið. (Skagfirðingabók 2008/ SB) Guðrún frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öll hennar skólaganga. Guðrún giftist tuttugu og þriggja ára og var bóndakona í þrjátíu og sjö ár en á þeim tíma eignaðist hún þrjú börn og bjó á mörgum afskekktum stöðum, ýmist innst í dölum eða á ystu nesjum á mörkum Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Oftast var hún ein með börn og búskap því að eiginmaðurinn var smiður og ferðaðist mikið. Guðrún var hlédræg og fremur fáskiptin kona. Hún og maður hennar fluttu til Sauðárkróks rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Sauðárkrókur var engin stórborg en þegar Dalalíf byrjaði að koma út vissu margir þorpsbúar ekki að hinn frægi höfundur hefði búið þar í sjö ár. Hún byrjaði ekki að skrifa reglulega fyrr en börnin voru komin upp og var að verða sextug þegar hennar fyrsta bók kom út. Guðrún sækir efnivið sinn í sveitalífið. Bækur hennar eru þjóðlegar skemmtibókmenntir en um leið raunsæjar og henni þykir takast einstaklega vel að lýsa hversdagslífi og daglegu amstri. Bækur hennar nutu framan af lítils álits meðal bókmenntafræðinga og ritdómara en þær hafa lifað og haldið vinsældum og í rauninni má segja að Guðrún hafi skapað sérstaka bókmenntagrein sem nýtur æ meiri viðurkenningar.
© 2023 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935223029
Útgáfudagur
Hljóðbók: 16 november 2023
4.4
3 of 3
Skáldsögur
... Er hryllilega svag fyrir bókum Guðrúnar sérstaklega þó Dalalífi …….. og einu enn þriggja binda verki eftir hana sem að við köllum Jónönnubækurnar. (ónefndur bloggari) … Dásamlegar bókmenntir, verð ég að segja!! Bestar eru þó lýsingar á fólki, ýtarlegar mjög, sem kemur svo ekki frekar við sögu!! Þetta er eins og í Íslendingasögunum. (ónefndur bloggari) … Ef hægt er að segja, að eitthvað einkenni sögur Guðrúnar frá Lundi fremur öðru, þá eru það samtölin. Samræðulistin er hennar aðall. Þar er hún mikill snillingur. Oft verða samtöl svo lifandi og sérkennandi fyrir þátttakendur, að manni finnst næstum því sem maður sé viðstaddur og horfi á fólkið. (Skagfirðingabók 2008/ SB) Guðrún frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öll hennar skólaganga. Guðrún giftist tuttugu og þriggja ára og var bóndakona í þrjátíu og sjö ár en á þeim tíma eignaðist hún þrjú börn og bjó á mörgum afskekktum stöðum, ýmist innst í dölum eða á ystu nesjum á mörkum Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Oftast var hún ein með börn og búskap því að eiginmaðurinn var smiður og ferðaðist mikið. Guðrún var hlédræg og fremur fáskiptin kona. Hún og maður hennar fluttu til Sauðárkróks rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Sauðárkrókur var engin stórborg en þegar Dalalíf byrjaði að koma út vissu margir þorpsbúar ekki að hinn frægi höfundur hefði búið þar í sjö ár. Hún byrjaði ekki að skrifa reglulega fyrr en börnin voru komin upp og var að verða sextug þegar hennar fyrsta bók kom út. Guðrún sækir efnivið sinn í sveitalífið. Bækur hennar eru þjóðlegar skemmtibókmenntir en um leið raunsæjar og henni þykir takast einstaklega vel að lýsa hversdagslífi og daglegu amstri. Bækur hennar nutu framan af lítils álits meðal bókmenntafræðinga og ritdómara en þær hafa lifað og haldið vinsældum og í rauninni má segja að Guðrún hafi skapað sérstaka bókmenntagrein sem nýtur æ meiri viðurkenningar.
© 2023 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935223029
Útgáfudagur
Hljóðbók: 16 november 2023
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 145 stjörnugjöfum
Notaleg
Hjartahlý
Upplýsandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 145
Edvard
21 nov. 2023
Guðrún frá lundi er bara best Lestur frábær Takk kærlega fyrir mig
herborg
20 nov. 2023
Hun Guðrun fra Lundi er skemmtileg Hvenar koma næstu seriur? Það er bara einsog eitthvað vanti ef hun er ekki a nattborðinu
Sigríður Inga
22 nov. 2023
Naut þess að hlusta, góð bók, góður lestur.
Ragnheiður
19 nov. 2023
5 stjörnur eins og allar bækur Guðrúnar
Ragnheiður
29 nov. 2023
Góð bók og vel lesin
Elin
22 nov. 2023
Skemmtileg saga
Stefanía
18 nov. 2023
Góðar bækur frá Guðrúnu frá Lundi um Jónönnu
Hrafnhildur
16 nov. 2023
Frábærar bækur um jónönnu 🤩❤️
Rakel
19 nov. 2023
Góður lesari. En engin endir Ólíkt Guðrúnu frá Lundu
anna
26 nov. 2023
Notaleg og skemmtileg samtöl og persónusköpun .
Íslenska
Ísland