69 Umsagnir
3.62
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Ævisögur
Lengd
1Klst. 29Mín

90 sýni úr minni mínu

Höfundur: Halldóra Thoroddsen Lesari: Berglind Björk Jónasdóttir Hljóðbók

Bókin 90 sýni úr minni mínu kom fyrst út árið 2002 og hlaut þá afbragðs góða dóma. Halldóra Thoroddsen rifjar hér upp smáatvik úr bernsku og ævi tekst að bregða upp lifandi ævisögu með 90 myndbrotum. „Lítil bók sem lætur lítið yfir sér en geymir þó meiri og dýpri sannindi en margur svellþykkur ævisögudoðranturinn,” sagði Friðrika Benónýs ritdómari Morgunblaðsins í ritdómi 13. nóvember 2002.

Höfundur segir hér frá skyldfólki sínu og fjölskyldu, heimsóknum til ættingja á Gljúfrasteini, skólagöngu kommakrakka á tímum kaldastríðsins, fullum íslenskum sjómönnum í Lúxemborg, konum sem verja sumarfríinu í Kringlunni í Reykjavík. En einnig leiðbeiningar litlu systur um það hvernig heimskonur koma fram, rassskellingar á Lækjartorgi og svardagar um prjónakonur svo fátt eitt sé nefnt.

Í frásögn af dúfum sem æfðu flug inni hjá fjölskyldunni í Barmahlíð segir m.a.:
„Það var mikill atgangur meðan á æfingafluginu stóð. Í miðjum gangi stóð Dagur bróðir skellihlæjandi og fuglarnir flögruðu í kringum höfuðið á honum. Mér fannst hann eins og risi. Mér fannst gangurinn líka mjög stór, aðallega langur. Löngu seinna kom ég í þennan sama gang og þá reyndist hann ósköp lítill og ómerkilegur. En þegar ég beygði mig niður í fjögurra ára stærð birtist mér gangurinn, brot úr sekúndu, í allri sinni dýrð.”

© 2020 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789152122389

Skoða meira af