156 Umsagnir
4.11
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Ævisögur
Lengd
10Klst. 12Mín

Barnið sem varð að harðstjóra

Höfundur: Bogi Arason Lesari: Stefán Hallur Stefánsson Hljóðbók

Illræmdustu harðstjórar 20. aldar, Stalín, Hitler, Franco, Maó, Ceausescu, Pol Pot, Saddam Hussein, Khomeini og Idi Amin, voru ekki aðeins nöfn, heldur menn. Hvernig voru þeir sem börn? Hvað mótaði þá? Hvernig hrifsuðu þeir völd? Hvað rak þá til að fremja ódæði? --- Þaulreyndur og víðlesinn blaðamaður, Bogi Þór Arason, rekur hér leiðina úr vöggu til fjöldagrafa. Hann lýsir hæfileikum einræðisherranna og göllum, hörku þeirra og kænsku, vanmetakennd, óöryggi og ótta við hið óþekkta, þorsta þeirra í aðdáun og eilífan orðstír. Stórfróðleg bók sem er hér í frábærum lestri Stefáns Halls Stefánssonar leikara.

© 2020 Almenna bókafélagið (Hljóðbók) ISBN: 9789935517029

Skoða meira af