115 Umsagnir
4.7
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Sjálfsrækt
Lengd
8Klst. 48Mín

Máttur hjartans - Sjáðu fyrir þér

Höfundur: Guðni Gunnarsson Lesari: Guðni Gunnarsson Hljóðbók

Hvað er þakklæti? Hver er munurinn á fortíðarminningum og framtíðarsýn? Geturðu séð fyrir þér … ef þú getur ekki séð fyrir þér?

Í þessari bók fjallar Guðni Gunnarsson um galdramátt sjónsköpunar og hvernig máttur hjartans felst í því að veita athygli og verja ljósi sínu til að valda vilja sínum.

„Máttur hjartans er skrifuð vegna þess að ég vil hvetja þig til að vilja þig og vera þar með kraftaverk í þínu lífi, til að velja þig og til að valda þinni tilvist út frá forsendum hjartans. Athygli þín er auðlind og orka; ljós sálar þinnar og tíðni sem þú hefur til persónulegrar ráðstöfunar á hverju einasta augnabliki. Þetta ljós er þitt framlag og þitt eigið aðgengi að framvindu og samsköpun allrar tilverunnar.

„Það hvernig þú sérð þig og upplifir – hvaða viðhorf þú hefur til þín – mótar sýn sem framkallar það sem þú sérð fyrir þér og einmitt þetta verður sá veruleiki sem þú skapar. Öll lífsins auðlegð opnast þegar þú tekur ábyrgð á eigin tilvist, verður valfær og eykur eigin heimild til hamingju og þakklætis. Þakklæti er gáttin inn í öflugustu og fallegustu upplifun sem til er, tilfinningu sem gerir líf þitt fyllra, ánægjulegra og magnaðra með varanlegri velsæld og uppljómun. “

© 2020 GloPublishing (Hljóðbók) ISBN: 9789935944672

Skoða meira af