Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
Sjálfsrækt
Fyrir nokkrum árum ákvað knattspyrnumaðurinn og sálfræðineminn Bergsveinn Ólafsson að setjast niður og kortleggja á tveimur vikum hvað einkenndi innihaldsríkt líf. Ekki leið á löngu uns hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Það vakti talsverða athygli þegar Bergsveinn, sem hafði átt mikilli velgengni að fagna í íþrótt sinni, ákvað síðan að fylgja hjartanu og leggja skóna á hilluna skömmu fyrir mót. Með ástríðuna og kunnáttu úr jákvæðri sálfræði að vopni hefur Beggi nú kortlagt tíu skref í átt að innihaldsríku lífi. Bók sem á sannarlega erindi við alla. „Þessi bók er einlæg lýsing á því hvernig unnt er að öðlast tilgang í lífinu. Hún er rituð af þroska og óvenju næmu innsæi, og er sönn áminning um það að lífið er lærdómsferli þar sem mikilvægast er að njóta ferðarinnar í stað þess að einblína á útkomuna. Bergsveinn lýsir á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig við getum tekið stjórn á eigin lífi og setur fram leiðir um hvernig við getum, skref fyrir skref, farið í gegnum þá vinnu sem við þurfum að leggja á okkur til að ná markmiðum okkar. – Skyldulesning fyrir fólk á öllum aldri og öllum þroskastigum lífsins. Kærkomin gjöf þeim sem eru tilbúnir að opna bæði huga og hjarta og leggja á sig vinnu til að bæta eigið líf.“ - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við HR og Columbia-háskóla.
© 2021 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935498878
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 januari 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland