4.3
Sjálfsrækt
Fyrir nokkrum árum ákvað knattspyrnumaðurinn og sálfræðineminn Bergsveinn Ólafsson að setjast niður og kortleggja á tveimur vikum hvað einkenndi innihaldsríkt líf. Ekki leið á löngu uns hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Það vakti talsverða athygli þegar Bergsveinn, sem hafði átt mikilli velgengni að fagna í íþrótt sinni, ákvað síðan að fylgja hjartanu og leggja skóna á hilluna skömmu fyrir mót. Með ástríðuna og kunnáttu úr jákvæðri sálfræði að vopni hefur Beggi nú kortlagt tíu skref í átt að innihaldsríku lífi. Bók sem á sannarlega erindi við alla. „Þessi bók er einlæg lýsing á því hvernig unnt er að öðlast tilgang í lífinu. Hún er rituð af þroska og óvenju næmu innsæi, og er sönn áminning um það að lífið er lærdómsferli þar sem mikilvægast er að njóta ferðarinnar í stað þess að einblína á útkomuna. Bergsveinn lýsir á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig við getum tekið stjórn á eigin lífi og setur fram leiðir um hvernig við getum, skref fyrir skref, farið í gegnum þá vinnu sem við þurfum að leggja á okkur til að ná markmiðum okkar. – Skyldulesning fyrir fólk á öllum aldri og öllum þroskastigum lífsins. Kærkomin gjöf þeim sem eru tilbúnir að opna bæði huga og hjarta og leggja á sig vinnu til að bæta eigið líf.“ - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við HR og Columbia-háskóla.
© 2021 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935498878
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 januari 2021
4.3
Sjálfsrækt
Fyrir nokkrum árum ákvað knattspyrnumaðurinn og sálfræðineminn Bergsveinn Ólafsson að setjast niður og kortleggja á tveimur vikum hvað einkenndi innihaldsríkt líf. Ekki leið á löngu uns hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Það vakti talsverða athygli þegar Bergsveinn, sem hafði átt mikilli velgengni að fagna í íþrótt sinni, ákvað síðan að fylgja hjartanu og leggja skóna á hilluna skömmu fyrir mót. Með ástríðuna og kunnáttu úr jákvæðri sálfræði að vopni hefur Beggi nú kortlagt tíu skref í átt að innihaldsríku lífi. Bók sem á sannarlega erindi við alla. „Þessi bók er einlæg lýsing á því hvernig unnt er að öðlast tilgang í lífinu. Hún er rituð af þroska og óvenju næmu innsæi, og er sönn áminning um það að lífið er lærdómsferli þar sem mikilvægast er að njóta ferðarinnar í stað þess að einblína á útkomuna. Bergsveinn lýsir á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig við getum tekið stjórn á eigin lífi og setur fram leiðir um hvernig við getum, skref fyrir skref, farið í gegnum þá vinnu sem við þurfum að leggja á okkur til að ná markmiðum okkar. – Skyldulesning fyrir fólk á öllum aldri og öllum þroskastigum lífsins. Kærkomin gjöf þeim sem eru tilbúnir að opna bæði huga og hjarta og leggja á sig vinnu til að bæta eigið líf.“ - Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við HR og Columbia-háskóla.
© 2021 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935498878
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 januari 2021
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 218 stjörnugjöfum
Hvetjandi
Innblástur
Upplýsandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 218
Kristín Inga.
17 jan. 2022
Mjög vel skrifuð, sett fram svo allir ættu að skilja boðskapinn
Ingvi Hrafn
29 mars 2023
Mjög góð bók kom mér vel á óvart. Hann er búinn að fá mig til að hugsa alveg frá 'va hvað hann hlytur að vera leiðinlegur yfir í að vá hann er magnaður' mjög einlæg og allt annað en maður bjóst við
Edda Sigrún
9 juni 2021
Góð bók og góður lestur.
Guðlaug
1 feb. 2021
Frábær bók sem ég hef lært mikið af og mun hlusta á aftur. Takk fyrir mig.
Huld
12 maj 2021
Ágæt fyrir sinn hatt
Mary
20 jan. 2021
Góð bók, takk!
Bjarki
17 jan. 2023
Frábær bók og mjög áhugaverð
Bára Mjöll
1 feb. 2021
Auðveld í lestri og virkilega góð skrif. Beggi er fræðingur sem þorir að tala um hluti sem skipta máli eins og andleg málefnin og skuggavinnu. Svo nær hann að einfalda margt með að setja hlutina í samhengi sel höfðar til alla eins og með Harry Potter. Hlakka til að lesa enn meira eftir hann !
Halla
25 feb. 2022
Virkilega góð bók, vel skrifuð og einlæg.
Valþór Freyr
3 feb. 2021
Mjög góð og frábært að fá innskot frá höfundi inn á milli kafla.
Íslenska
Ísland