
Sögur úr Síðunni
- Höfundur:
- Böðvar Guðmundsson
- Lesari:
- Arnar Jónsson
Hljóðbók
Hljóðbók: 16. mars 2022
- 194 Umsagnir
- 4.52
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Skáldsögur
- Lengd
- 7Klst. 54Mín
Sögur úr Síðunni eru tengdar sögur sem allar gerast í einni og sömu sveitinni á áratugunum um og eftir seinni heimsstyrjöld. Við kynnumst fjölda eftirminnilegra persóna, bændum og búaliði, brúarvinnukörlum og gestkomandi fólki, sem lýst er af leiftrandi kímni og svo miklu næmi að lesanda finnst hann nauðaþekkja þetta fólk. Hér segir frá kátlegum atburðum sem brjóta upp hversdagslega hringrás sveitastarfanna, veislum og mannfögnuðum, tækninýjungum, svaðilförum og hetjulund, en Síðumönnum tekst jafnan að gera gott úr öllu þótt útlitið sé stundum tvísýnt og menn greini á um markmið og leiðir. Bókin kom fyrst út 2007 og hlaut frábærar viðtökur en hefur lengi verið ófáanleg. Böðvar Guðmundsson hefur gefið út fjölda bóka. Hann vann hug og hjörtu landsmanna með einsökum skáldsögum sínum um íslenska vesturfara, Híbýli vindanna og Lífsins tré, en síðarnefnda bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1996. Í bókinni Sögur úr Síðunni fá lesendur að kynnast enn einni hlið þessa fjölhæfa rithöfundar.
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.