4.5
5 of 13
Glæpasögur
Á þrúgandi heitum sumardegi í Osló finnst ung kona myrt í íbúð sinni. Einn fingur hennar hefur verið skorinn af og undir öðru augnloki hennar finnst agnarsmár rauður demantur, skorinn í fimm arma stjörnu.
Harry Hole er falin rannsókn málsins ásamt Tom Waaler – vinnufélaga sem hann hefur sterklega grunaðan um vopnasmygl og morð.
Fimm dögum síðar er tilkynnt um hvarf konu. Þegar afskorinn fingur hennar finnst, og á honum hringur með stjörnulaga demanti, lítur út fyrir að Oslóarlögreglan eigi í fyrsta sinn í höggi við raðmorðingja.
Á sama tíma er Harry staðráðinn í að sýna fram á sekt Waalers. Í ákafri leit sinni að lausn þessara tveggja mála stendur hann frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, meðal annars um framtíð sína hjá lögreglunni.
Djöflastjarnan er fimmta bókin um Harry Hole, breyska lögreglumanninn sem glæpasagnaaðdáendur fá ekki nóg af. Serían hefur sannarlega skipað Jo Nesbø fastan sess í hópi vinsælustu höfunda heims og er nú öll væntanleg á Storytel.
© 2021 Forlagið (Hljóðbók): 9789935292117
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935115034
Þýðandi: Bjarni Gunnarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 december 2021
Rafbók: 14 december 2021
4.5
5 of 13
Glæpasögur
Á þrúgandi heitum sumardegi í Osló finnst ung kona myrt í íbúð sinni. Einn fingur hennar hefur verið skorinn af og undir öðru augnloki hennar finnst agnarsmár rauður demantur, skorinn í fimm arma stjörnu.
Harry Hole er falin rannsókn málsins ásamt Tom Waaler – vinnufélaga sem hann hefur sterklega grunaðan um vopnasmygl og morð.
Fimm dögum síðar er tilkynnt um hvarf konu. Þegar afskorinn fingur hennar finnst, og á honum hringur með stjörnulaga demanti, lítur út fyrir að Oslóarlögreglan eigi í fyrsta sinn í höggi við raðmorðingja.
Á sama tíma er Harry staðráðinn í að sýna fram á sekt Waalers. Í ákafri leit sinni að lausn þessara tveggja mála stendur hann frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, meðal annars um framtíð sína hjá lögreglunni.
Djöflastjarnan er fimmta bókin um Harry Hole, breyska lögreglumanninn sem glæpasagnaaðdáendur fá ekki nóg af. Serían hefur sannarlega skipað Jo Nesbø fastan sess í hópi vinsælustu höfunda heims og er nú öll væntanleg á Storytel.
© 2021 Forlagið (Hljóðbók): 9789935292117
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935115034
Þýðandi: Bjarni Gunnarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 december 2021
Rafbók: 14 december 2021
Heildareinkunn af 437 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 437
Leifur
18 dec. 2021
Harry er minn maður
Þorsteinn Þ
23 apr. 2022
Þorsteinn góð spennandi vel lesin
Jóhann
15 mars 2022
Frekar langdregin,samt góð
Þórhalla
9 juni 2022
Fullt hús 😊 Mæli með 💯‼️
Valþór Freyr
5 jan. 2022
Mögnuð. Lesturinn gerir hana síðan svo lifandi að maður á í vandræðum með að stoppa.
Laufey
24 sep. 2022
Alltaf gaman að hlusta á Harry Hole og ævintýri hans. Nesbø er góður í að segja sögur, fer oft langt út fyrir söguþráðinn í að segja sögur sínar sem þó tengjast söguþeáðinum.
Hrefna
29 dec. 2021
Frábær lesari
Helga Aminoff
28 jan. 2022
Frábær bók.. vel lesin
Soffia
24 dec. 2021
Frábær lestur
Ida
25 dec. 2021
Langdregin en mjög spennandi. Góður upplestur.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland