Næstum fullorðin Hljóðbrot

Næstum fullorðin

Prófa Storytel

Næstum fullorðin

Höfundur:
Esmeralda Santiago
Hljóðbók

Esmeralda Santiago er frá Púertó Ríkó og er nýflutt til New York. Líf hennar utan veggja heimilisins er kærkomin hvíld frá baslinu í tveggja herbergja íbúð í Brooklyn, kröfuharðri móður og ört stækkandi systkinahópi. Töfrar og tækifæri borgarinnar heilla og Esmeröldu dreymir um að gera nokkuð sem enginn í fjölskyldu hennar hefur gert áður - að mennta sig. Hún fær inngöngu í virtan sviðslistaskóla á Manhattan, leikur Kleópötru í leiksýningum, dansar salsa um nætur og eygir von um annað líf, frægð og frama.

Esmeralda aðlagast nýju umhverfi fljótt en krafan um að hún sé trú uppruna sínum er sterk og togstreitan eykst. Hún berst fyrir sjálfstæði sínu og að losna undan verndarvæng móður sinnar sem sér hættur á hverju götuhorni og í augnatilliti hvers karlmanns.

Bókin er sjálfstætt framhald Stúlkunnar frá Púertó Ríkó sem kom út 2014.

Hér heldur höfundur áfram að segja þroskasögu sína og lýsa uppvexti sínum á magnaðan og seiðandi hátt. Esmeralda Santiago deilir með okkur minningum sínum sem veita einstaka innsýn í líf ungrar konu í New York sjöunda áratugarins.

Leiftrandi frásagnargáfa Esmeröldu heldur lesandanum hugföngnum. Ljóslifandi minningabók sem erfitt er að leggja frá sér og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Tungumál:
Íslenska
Flokkur:
Ævisögur
Titill á frummáli:
Almost a Woman
Þýðandi:
Herdís Magnea Hübner

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi:
Storyside
Útgefið:
2018-04-12
Lengd:
12Klst. 46Mín
ISBN:
9789935182609

Svipaðar bækur

Hitta storyn som passar just dig

Henrik Karlsson

"Har precis startat en provperiod hos Storytel och det är det bästa jag någonsin gjort. Att lyssna ger mig full koncentration på boken samtidigt som jag kan pyssla med annat."

Birgitta Johansson

"Det bästa som har hänt mig på länge. Dessutom lyssnar jag på böcker som jag nog aldrig hade kommit mig för att läsa annars. Jag lyssnar i bilen, på promenaden eller när jag städar."

Birgitta Lindh

"Jag och min man delar familjeabonnemanget och har haft Storytel i 5-6 år. Vi är så nöjda med både appen och Readern. Här finns ett stort bokutbud som passar oss båda!"