
Tjaldið fellur: Síðasta mál Poirots
- Höfundur:
- Agatha Christie
- Lesari:
- Örn Árnason
Hljóðbók
Hljóðbók: 17. október 2022
- 43 Umsagnir
- 4.26
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Glæpasögur
- Lengd
- 7Klst. 30Mín
Vinirnir Hercule Poirot og Hastings eru komnir á Styles-setur þar sem þeir leystu sína fyrstu morðgátu. Bæði Poirot og Styles-setur hafa séð betri daga. En þótt Poirot sé kominn í hjólastól vegna liðagigtar eru „litlu gráu sellurnar“ hans enn í fullu fjöri.
Þegar Poirot stimplar einn af gestunum á Styles sem fimmfaldan morðingja eru sumir fullir efasemda enda virðist maðurinn sauðmeinlaus. En Poirot veit að hann verður að hafa hraðar hendur til að koma í veg fyrir sjötta morðið – áður en tjaldið fellur.
„Christie eins og hún gerist best: hraður og gráglettinn frásagnarmáti og snjall og margþættur söguþráður.“ – Time
„Hrífandi, lævís og með ótrúlegum endi.“ – Sunday Express
„Agatha Christie er ódauðleg.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.