
Ár kattarins
- Höfundur:
- Árni Þórarinsson
- Lesari:
- Stefán Hallur Stefánsson
Hljóðbók
Hljóðbók: 26. nóvember 2012
- 478 Umsagnir
- 3.96
- Seríur
- Hluti 8 af 8
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Glæpasögur
- Lengd
- 8Klst. 2Mín
Hver er veruleikinn bakvið lífshættulega árás fyrir utan skemmtistað? Eða óhugnanlegan hrekk í brúðkaupi sem síðan breytist í martröð? Hver sendir Einari klúr sms-skeyti? Og hvers konar pólitískum skollaleik er beitt í baráttunni um framtíð Síðdegisblaðsins? Blikur eru á lofti í samfélagi þar sem mennskan og illskan takast á. Og ráðgáturnar hrannast upp í lífi og starfi Einars blaðamanns. Ekki er allt sem sýnist – og kannski ekkert. Árni Þórarinsson hefur einkar næma sýn á samtíma okkar, í senn íróníska og óvægna. Bækur hans hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar á fjölda tungumála. Ár kattarins er enn ein perlan í mergjaðri glæpasagnafléttu um blaðamanninn Einar.
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.