Það sem fönnin felur Hljóðbrot

Það sem fönnin felur

Prófa Storytel

Það sem fönnin felur

Höfundur:
Carin Gerhardsen
Hljóðbók
Rafbók

Það sem fönnin felur er sálfræðitryllir sem sífellt kemur á óvart, þar sem ekkert er sem sýnist.
Hún er ólík öllu öðru sem við höfum áður lesið. Hvað er það sem við sjáum ekki? Hver segir söguna og hvers vegna? Miskunnarlaust er villt um fyrir lesandanum, allt þar til síðasti bitinn í púsluspilinu fellur á sinn stað og allt blasir við.

Hún sá manninn í bílflakinu djúpt ofan í gilinu í gegnum einhvers konar hitasóttaróráð. Andlitið sundurtætt og óþekkjanlegt. Glerbrotið eins og byssustingur gegnum hálsinn. Ímyndun og veruleiki urðu eitt, og hún lá og bylti sér nótt eftir nótt án þess að geta sofnað.

Hvað gerðist eiginlega þetta örlagaríka síðdegi fyrir fjórum árum? Og hvað er að gerast núna? Það eina sem við vitum fyrir víst er að óhugnanleg röð ofbeldisverka virðist eiga uppruna sinn að rekja til þess sem gerðist við gilið og að það fer illa fyrir þeim sem sogast inn í atburðarásina.

Höfundurinn, hin sænska Carin Gerhardsen er stærðfræðingur að mennt og nýtir hún skarpa rökhugsun sína til hins ýtrasta í þessum æsispennandi krimma. Söguþráðurinn er úthugsaður, flétturnar óvæntar og persónusköpunin einstaklega lífleg, svo úr verður sálfræðitryllir af bestu gerð.

Tungumál:
Íslenska
Flokkur:
Spennusögur
Þýðandi:
Sigurður Þór Salvarsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi:
Sögur útgáfa
Útgefið:
2020-08-31
Lengd:
10Klst. 32Mín
ISBN:
9789935498540

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi:
Sögur útgáfa
Útgefið:
2021-12-09
ISBN:
9789935311023

Svipaðar bækur

Hitta storyn som passar just dig

Henrik Karlsson

"Har precis startat en provperiod hos Storytel och det är det bästa jag någonsin gjort. Att lyssna ger mig full koncentration på boken samtidigt som jag kan pyssla med annat."

Birgitta Johansson

"Det bästa som har hänt mig på länge. Dessutom lyssnar jag på böcker som jag nog aldrig hade kommit mig för att läsa annars. Jag lyssnar i bilen, på promenaden eller när jag städar."

Birgitta Lindh

"Jag och min man delar familjeabonnemanget och har haft Storytel i 5-6 år. Vi är så nöjda med både appen och Readern. Här finns ett stort bokutbud som passar oss båda!"