1153 Umsagnir
4.27
Seríur
Hluti 1 af 5
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Rómantík
Lengd
9Klst. 38Mín

Dalalíf - Æskuleikir og ástir

Höfundur: Guðrún frá Lundi Lesari: Þórunn Hjartardóttir Hljóðbók

„Engum sem farið hefur um Hrútadal dylst það að hann er með fegurstu sveitum landsins.“

Þannig hefst Dalalíf, stórvirki Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi. Hreppstjórinn Jakob Jónsson býr á stórbýlinu Nautaflötum í Hrútadal, ókvæntur og barnlaus. Á miðjum aldri sækir hann sér óvænt brúði í næsta hérað, Lísibetu Helgadóttur. Jón, sonur þeirra, verður sjálfskipaður foringi barnanna af næstu bæjum og þegar þau vaxa úr grasi álítur leiksystirin Þóra í Hvammi sig heitbundna honum. En Lísibet hefur annað konuefni í huga handa syni sínum …

Fyrsta bindi Dalalífs kom út 1946 og var fyrsta bók Guðrúnar sem þá var tæplega sextug. Lesendur tóku fagnandi á móti lifandi persónum, skörpum sálfræðilegum athugunum, skemmtilegum samtölum og fjörlegum frásagnarhætti og nú kemur þessi rómaða saga út í fjórða sinn.

© 2018 Hljóðbók.is (Hljóðbók) ISBN: 9789935417879

Skoða meira af