1255 Umsagnir
4.61
Seríur
Hluti 1 af 2
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Skáldsögur
Lengd
7Klst. 45Mín

Húðflúrarinn í Auschwitz

Höfundur: Heather Morris Lesari: Hjálmar Hjálmarsson Hljóðbók

Húðflúrarinn í Auschwitz segir hjartnæma sögu Lales og Gitu Sokolov sem urðu ástfangin í útrýmingarbúðunum alræmdu árið 1942 og tókst fyrir hálfgert kraftaverk að lifa dvölina af. Þau fundu hvort annað aftur í stríðslok og áttu langa ævi saman.

Bókin er byggð á frásögn slóvakíska gyðingsins Lales sem með óbilandi bjartsýni, mannúð, útsjónarsemi og persónutöfrum komst af í hörmulegum aðstæðum og bjargaði mörgum meðbræðra sinna. Nauðugur gegndi hann starfi húðflúrara búðanna og óttinn við að verða dæmdur fyrir samstarf við nasista kom í veg fyrir að hann segði nokkrum manni sögu sína.

Heather Morris kynntist Lale 87 ára gömlum á hjúkrunarheimili í Melbourne í Ástralíu. Með þeim skapaðist vinátta og traust sem varð til þess að Lale rauf áratuga langa þögn sína. Saga hans hefur snortið fjölda fólks og Húðflúrarinn í Auschwitz er metsölubók víða um heim.

© 2020 Forlagið (Hljóðbók) ISBN: 9789935118608 Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir

Skoða meira af