23 Umsagnir
3.87
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Leikrit og ljóð
Lengd
6Klst. 41Mín

Sögur og ljóð

Höfundur: Ásta Sigurðardóttir Lesari: Elín Gunnarsdóttir Hljóðbók og Rafbók

Sögur og ljóð Ástu Sigurðardóttur komu fyrst út árið 1985. Þetta er safn allra smásagna sem vitað er til að Ásta hafi að fullu lokið við auk úrvals ljóða hennar. Safnið hefur verið ófáanlegt um langt skeið en kemur í dag út í kilju. Í bókinni eru þekktar sögur á borð við „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns“, „Gatan í rigningu“ og „Í hvaða vagni“. Sögurnar eru enn ferskar og ögrandi eins og þær voru þegar þær komu fyrst út snemma á sjötta áratugnum. Þær voru gríðarlega mikilvægar fyrir þróun íslenskrar sagnagerðar í átt að módernisma og ekki síður fyrir aukinn hlut kvenna í rithöfundastétt, enda Ásta „pennafærasta kona á Íslandi“ eins og sagði í ritdómi árið 1962. Sem sagt; sannkölluð klassík. Bókin er skreytt dúkristum eftir Ástu sjálfa.

© 2021 Mál og menning (Hljóðbók) ISBN: 9789979537236 © 2021 Mál og menning (Rafbók) ISBN: 9789979536499

Skoða meira af