4.1
Spennusögur
Fjórir ungir drengir róa í leyfisleysi út á stórt stöðuvatn. Einn þeirra fellur útbyrðis og er nærri því drukknaður. Ofan í vatninu birtist nakin stelpa, bjarthærð og grönn, og réttir honum svartan hlut. Sjálfur er drengurinn með myrkur í maganum, myrkur sem þrífst á þögn og ótta og mun einn daginn toga hann aftur til sín.
Tíu árum síðar gerast dularfullir atburðir: Tvö ungmenni hverfa sama dag, piltur og stúlka. Pilturinn finnst nærri dauða en lífi en ekkert spyrst til stúlkunnar. Hann ákveður að leita hennar en hversdagsleikinn breytist í botnlaust hyldýpi og leitin verður fljótt að martröð sem engan enda ætlar að taka.
© 2023 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935311931
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 juli 2023
4.1
Spennusögur
Fjórir ungir drengir róa í leyfisleysi út á stórt stöðuvatn. Einn þeirra fellur útbyrðis og er nærri því drukknaður. Ofan í vatninu birtist nakin stelpa, bjarthærð og grönn, og réttir honum svartan hlut. Sjálfur er drengurinn með myrkur í maganum, myrkur sem þrífst á þögn og ótta og mun einn daginn toga hann aftur til sín.
Tíu árum síðar gerast dularfullir atburðir: Tvö ungmenni hverfa sama dag, piltur og stúlka. Pilturinn finnst nærri dauða en lífi en ekkert spyrst til stúlkunnar. Hann ákveður að leita hennar en hversdagsleikinn breytist í botnlaust hyldýpi og leitin verður fljótt að martröð sem engan enda ætlar að taka.
© 2023 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935311931
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 juli 2023
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 329 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Snjöll
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 329
Þórunn María
5 juli 2023
Mjög góð bók, vel skrifuð og flutt. Persónusköpun líka áhugaverð. Ég hlustaði á hana alla í einu, gat ekki hætt. Lýsingar í upphafi eru hrikalegar. Einn af mínum uppáhalds rithöfundum í dag og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum.
Þorbjörg
8 juli 2023
Stefán Máni er snillingur
Guðveig
6 juli 2023
Bæði saga og lestur frábær
Anita
18 juli 2023
Oftast set ég bækur á 1.4 hraða, nema þær sem Rúnar Freyr les, hann les á góðum hraða, lifir sig inn í bókina og karakterana, og gerir bækurnar enn skemmtilegri! Hyldýpi er algjör negla, einsog svo margar frá Stefáni Mána. Spennandi frá byrjun til enda og gaman að fá 'heimsókn' frá HG í þessa sögu :)
G
15 juli 2023
Stefán Máni og Rúnar Freyr klikka bara ekki.
Inga
7 juli 2023
Negla!
Þórunn
8 juli 2023
Rúnar Freyr besti karl lesarinn.
Jóhanna
18 juli 2023
Langdregin saga. Atburðir og samtöl oft óþarflega löng. Ein aðalpersónan óþolandi rola þar sem gufuhátturinn rjátlast aldrei af. Gaman samt að hitta Hörð Grímsson, þó stutt væri. Sakna hans. Lestur ágætur.
Sigríður
7 juli 2023
Góð, fyndin og spennandi og lesturinn góður
Ásbjörg
7 juli 2023
Frábær bók og frábær lestur!👌
Íslenska
Ísland