1283 Umsagnir
4.53
Seríur
Hluti 3 af 8
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Glæpasögur
Lengd
10Klst. 32Mín

Týndu stúlkurnar

Höfundur: Angela Marsons Lesari: Íris Tanja Flygenring Hljóðbók

Tvær stúlkur eru horfnar. Aðeins önnur þeirra mun skila sér heim.

Hjónin sem bjóða hærri peningaupphæð fá dóttur sína til baka, hin ekki. Þannig eru reglurnar. Annað barnið mun deyja.

Þegar hinar níu ára gömlu Charlie og Amy hverfa skyndilega upplifa fjölskyldur þeirra sannkallaða martröð. Stuttu síðar berst staðfesting á hinu óhugsandi í textaskilaboðum; stúlkunum hefur verið rænt.

Næstu skilaboð etja fjölskyldunum tveimur saman í keppni um líf dætra sinna, og tíminn er senn á þrotum hjá Kim Stone og liðinu hennar.

Mannræningjarnir virðast alltaf skrefi á undan og eftir því sem líkunum fjölgar áttar Stone sig á því að þetta eru mögulega hættulegustu glæpamenn sem hún hefur átt í höggi við. Möguleikarnir á að stúlkurnar finnist á lífi minnka með hverri klukkustund …

Lausnina gæti verið að finna í leyndarmálum sem grafin eru í fortíð fjölskyldnanna. Tekst Kim að leysa úr þessu áður en það verður um seinan? Eða mun önnur stúlkan deyja?

Nýjasta, ávanabindandi glæpasagan frá metsöluhöfundinum Angelu Marsons.

„Frábær, frábær, frábær! Ef ég gæti gefið þessari fleiri stjörnur en 5 myndi ég gera það.“ –Fiona’s Book Reviews

„Bækur Angelu Marsons verða bara betri og betri. Grípandi saga sem heltekur mann svo að það er ómögulegt að leggja bókina frá sér fyrr en hún er búin.“ –Off the Shelf Book Reviews

„Vá, ég átti ekki von á að bækurnar um Kim Stone gætu orðið betri en hér hefur Angela Marsons slegið sjálfri sér við. Óhemju hraður tryllir með óvæntum útskotum og beygjum. Ég gat alls ekki lagt hana frá mér, hún er svo óhemju spennandi. Ég gef bókum ekki 5 stjörnur nema þær hafi eitthvað alveg sérstakt við sig, og Týndu stúlkurnar eiga 5 stjörnur svo sannarlega skilið!“ –Cal Turner’s Book Reviews

© 2019 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789178597345 Titill á frummáli: Lost Girls Þýðandi: Ingunn Snædal

Skoða meira af