136 Umsagnir
3.95
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Sjálfsrækt
Lengd
2Klst. 31Mín

Um þrot – Frá áföllum til fíknar

Höfundur: Björn Ó. Vernharðsson Lesari: Björn Ó. Vernharðsson Hljóðbók

Um þrot fjallar um þrot (e. exhaustion disorder) og áhrif þess, eins og orkuleysi, skömm og þráhyggju og hvernig þrot getur valdið fíkniáráttu og annarri sjálfskaðandi hegðun.
Í bókinni er ennfremur fjallað um það hvernig það er hægt að vinna sig út úr þroti og þeirri vanlíðan sem fylgir því.
Þrot getur komið fram ef fólk er lengi undir miklu álagi eða við áföll. Álag sem veldur þroti getur t. a. m. komið fram hjá þeim sem verða fyrir kynferðislegri áreitni, einelti eða þurfa lifa við ofbeldi í samskiptum. Þeir sem lenda undir og í þroti eiga oft erfitt með að átta sig á ástandi sem síversnar af því að líðanin, og hegðun sem henni fylgir, vindur smám saman upp á sig.
Þrot er alvarlegt heilsufarslegt og félagslegt vandamál sem þarf að taka skipulega á til að vinna sig út úr. Oft þarf faglega aðstoð og stuðning til að ná bata því einkenni þrots geta orðið mjög langvarandi og valdið verulegum erfiðleikum ef ekki er tekið á málum.
Í þessarri bók fjallar Björn Vernharðsson sálfræðingur um helstu leiðir sem eru notaðar í faglegri meðferð til þess að fá bata eftir starfsþrot (burnout) eða áföll.

© 2018 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789935183262

Skoða meira af