39 Umsagnir
3.74
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Klassískar bókmenntir
Lengd
38Klst. 35Mín

Uppsprettan

Höfundur: Ayn Rand Lesari: Rúnar Freyr Gíslason Hljóðbók

Uppsprettan (The Fountainhead) er einhver áhugaverðasta skáldsaga allra tíma og víst er að engin bók hefur fengið jafn marga til að leggja stund á arkitektúr. Bókin fjallar um tvo menn sem leggja stund á arkitektúr og spannar hún feril þeirra í New York. Þá eru þeir báðir á eftir sömu stúlkunni. Uppsprettan hefur selst í um sjö milljónum eintaka og hafa sálfræðingar mælt mjög með lestri bókarinnar fyrir þá sem vilja byggja upp sjálfstraust. Að mörgu leyti er eins og að þessi bók hafi verið skrifuð í gær þar sem efnistökin eru tímalaus. Margir verða hugfangnir af lestri Uppsprettunnar enda eru sögupersónurnar eftirminnilegar og til er fólk sem les bókina á hverju ári. Höfundur bókarinnar er Ayn Rand, sem er einhver athyglisverðasti rithöfundur 20. aldar. Þýðandi bókarinnar er Þorsteinn Sigurlaugsson og lesari er Rúnar Freyr Gíslason.

© 2022 BF-útgáfa ehf (Hljóðbók) ISBN: 9789935534149 Titill á frummáli: The Fountainhead Þýðandi: Þorsteinn Siglaugsson

Skoða meira af