Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
2 of 3
Skáldsögur
Kalla er niðurdregin og illa stemmd, fær aðstoð hjá lækni og kvíðinn minnkar. Hún ræður sig í sveit um sumarið. Þar býr Steindór Hallgrímsson, myndarmaður með þunglyndissvip, ásamt móður sinni, Björgu. Þetta er myndarbú. Kalla fréttir að gamla konan sé norn sem lyndi ekki við nokkra manneskju og Steindór hafi verið árum saman í ráðskonubasli. Köllu líst vel á bæinn, búsmalann og búskapinn, en kemst fljótt að því að það er ekki nokkur leið að gera Björgu til hæfis og Steindór gerist æ ágengari, vill komast í rúmið með Köllu og upp úr dúrnum kemur að hann er giftur og á son, Hauk, með Huldu konu sinni, sem er farin frá honum með barnið í næsta þorp, á Bakkann. Þetta er önnur bókin af þremur um Köllu og lífið á Bjarnarstöðum, þangað sem hún ræður sig sem ráðskonu. Hér eins og svo oft áður tekst Guðrúnu frá Lundi að fanga hug og hjörtu lesenda á sinn einstaka hátt, með því að gæða persónur sínar lífi svo lesandinn hverfur meira en heila öld aftur í tímann. Hún sendi frá sér sextán skáldsögur alls, sumar í mörgum bindum, og var áratugum saman einn alvinsælasti höfundur landsins.
© 2022 Lesbók (Hljóðbók): 9789935222947
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 november 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland