
Dagbókin
- Höfundur:
- Anna Stína Gunnarsdóttir
- Lesari:
- María Dögg Nelson
Hljóðbók
Hljóðbók: 10. desember 2021
- 285 Umsagnir
- 3.89
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Skáldsögur
- Lengd
- 2Klst. 24Mín
Málfríður ferðast frá Spáni austur á firði til að ganga frá dánarbúi Erlu, ömmusystur sinnar. Þar uppgötvar hún dagbók sem varpar nýju ljósi á líf og kynhneigð þessarar dularfullu manneskju. Fortíðin tvinnast saman við nútímann og í kjölfarið tekur líf Fríðu stakkaskiptum.
Dagbókin er skáldsaga sem lýsir veruleika ótal kvenna sem hafa í gegnum tíðina þurft að lifa í felum með kynhneigð sína.
Anna Stína Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík og hefur komið víða við, meðal annars í þróunarstarfi í Zimbabwe og fjárhirðaskóla í Baskalandinu. Dagbókin er hennar fyrsta skáldsaga og var upphaflega skrifuð sem meistaraverkefni í ritlist við Háskóla Íslands. Anna býr í Kópavogi með konu sinni, tveimur hundum, ketti og hryssunni Verðandi.
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.