
Syndarinn
- Höfundur:
- Ólafur Gunnarsson
- Lesari:
- Stefán Benedikt Vilhelmsson
Hljóðbók
Hljóðbók: 14. janúar 2022
- 79 Umsagnir
- 3.76
- Seríur
- Hluti 2 af 2
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Skáldsögur
- Lengd
- 11Klst. 14Mín
Gæfunni er misskipt milli málaranna tveggja, Davíðs Þorvaldssonar og Illuga Arinbjarnar: Davíð er á leið í fangelsi eftir voðaverk en Illugi slær í gegn í New York með risastór og pólitísk málverk. Honum virðast allir vegir færir en þegar nýtt efni tekur að sækja á hann leiðist hann inn á hættulega braut í list sinni og lífi auk þess sem fortíðin vitjar hans og knýr hann til að horfast í augu við sjálfan sig. Leiðir þeirra fjandvina liggja svo saman á ný á óvæntan hátt.
Syndarinn er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Við sögu koma margar persónur, miklar ástríður og átök. Ólafur Gunnarsson kann að flétta saman stóra og margradda skáldsögu af mikilli list og hann horfir inn í myrkviði mannssálarinnar án þess að líta undan og án þess að dæma.
Skoða meira af


Hlustaðu og lestu ókeypis í 3 daga
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar í 3 daga, þér að kostnaðarlausu.