474 Umsagnir
4.34
Seríur
Hluti 3 af 3
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Glæpasögur
Lengd
5Klst. 53Mín

Frostrós: 3. hluti

Höfundur: Søren Hammer, Lotte Hammer Lesari: Hilmir Snær Guðnason Hljóðbók og Rafbók

Fóstursonur Jóhanns, Heinz, deyr á geðsjúkrahúsi sem hann hafði verið fluttur á eftir starf sitt í útrýmingarbúðum nasista. Bolsévikar þrengja að Berlín. Allt er að fara í handaskolum, en Jóhann er kominn á hæla morðingjans.

Frostrós er saga um mann sem smám saman missir allt ‒ fjölskyldu, samstarfsmenn, heimili, heimaborg og heimaland ‒ á meðan hann rannsakar morð fyrir stjórnvöld sem víla ekki fyrir sér að myrða milljónir manna.

Í Berlín á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar eru níu konur myrtar á meðan myrkvunartilskipun nasista í borginni stendur yfir. Morðin leggjast þungt á Kripo-rannsakandann Jóhann Braunmann og hann linnir ekki látum fyrr en málin eru upplýst. Eftir spennuþrungna leit hefur hann hendur í hári morðingjans ‒ og þó: eitt morðanna er ólíkt hinum og þar virðist ekki sami gerandi að verki.

Ung stúlka finnst myrt og líkið er umlukið snjó. Engum tekst að bera kennsl á stúlkuna sem Jóhann kallar Frostrós. Í skugga stríðs, valdabrölts og níðingsháttar nasista fer Jóhann vítt og breitt um borgina í rannsókn sinni á morðinu. Málið hefur persónuleg áhrif á Jóhann og fjölskyldu hans, og eftir því sem rannsóknin vindur upp á sig áttar hann á sig að ekki er allt sem sýnist.

Hvers vegna skipa valdamenn innan Nasistaflokksins honum að upplýsa morð á einni stúlku á meðan þeir heyja stríð og drepa milljónir á vígstöðvunum? Hvers vegna virðist sem svo að yfirmenn hans leyni hann upplýsingum? Rannsóknarlögreglumaðurinn Jóhann Braunmann, einn af þeim fyrstu til að skrá sig í Nasistaflokkinn, er farinn að efast um réttmæti Þriðja ríkisins og jafnframt er hann farinn að efast um stöðu sína og tilgang í lífinu. En þrátt fyrir það getur hann ekki hætt, hann verður að finna morðingja Frostrósar.

Mikill hluti sögunnar byggir á raunverulegum persónum og atburðum. Hér hefst þriðji hluti af þremur.

© 2021 Storytel Original (Hljóðbók) ISBN: 9789180363723 © 2021 Storytel Original (Rafbók) ISBN: 9789180363709 Titill á frummáli: Snesmil Þýðandi: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Skoða meira af