430 Umsagnir
4.03
Seríur
Hluti 1 af 6
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
1Klst. 20Mín

Hugarheimur morðingja - Breskir raðmorðingjar. 1. þáttur: Ian Brady og Myra Hindley

Höfundur: Lone Theils Lesari: Þórunn Erna Clausen Hljóðbók og Rafbók

Fyrsti þátturinn fjallar um „Moors morðin“ svokölluðu. Þau voru framin af Ian Brady og Myru Hindley, en í sameiningu myrtu þau ekki færri en fimm börn. Að minnsta kosti fjögur þeirra voru beitt grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af höndum Ians Brady. Fórnarlömbin voru á aldursbilinu 10 til 17 ára, og fundust þrjú þeirra grafin í mýri. Í fyrstu var parið aðeins dæmt fyrir þrjú morðanna en mörgum árum seinna játuðu þau á sig tvö önnur að auki. Lík eins fórnarlambsins hefur aldrei fundist. Ian Brady var úrskurðaður geðveikur árið 1985. Mira Hindley var hinsvegar ekki veik á geði, en breska pressan kallaði hana „verstu konu Bretlands“.
Hvað dreif parið til að fremja þessi hrottafengnu morð? Af hverju leið svona langur tími áður en þau voru handsömuð?

Blaðakonan og glæpasagnahöfundurinn Lone Theils hefur alltaf verið heilluð af sönnum sakamálum og raðmorðingjum. Af hverju drepur fólk, aftur og aftur? Er um að ræða hreina illsku? Eða er eitthvað annað sem spilar þar inn í? Hvernig kemst að lokum upp um morðingjana?

Lone Theils hefur starfað sem blaðakona á Bretlandseyjum í 16 ár og í þessari þáttaröð beinir hún kastljósinu að frægustu raðmorðingjum Bretlands. Hún reynir að komast til botns í því hvað gerðist og reynir að skilja hvað fær sumt fólk til að drepa aftur og aftur. Í glæpasögum sínum sækir hún gjarnan innblástur í raunveruleikann, en jafnframt hefur hún oft upplifað að raunveruleikinn geti verið hrikalegri en hvers kyns skáldskapur. Það á ekki síst við um morðin sem fjallað er um í hlaðvarpinu.

© 2021 Storytel Original (Hljóðbók) ISBN: 9789180117722 © 2021 Storytel Original (Rafbók) ISBN: 9789180365659 Titill á frummáli: Britiske seriemordere - Et studie i ondskab Þýðandi: Halla Sverrisdóttir

Skoða meira af