772 Umsagnir
4.02
Seríur
Hluti 2 af 5
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Glæpasögur
Lengd
9Klst. 41Mín

Stúlkan sem enginn saknaði

Höfundur: Jónína Leósdóttir Lesari: Elín Gunnarsdóttir Hljóðbók og Rafbók

Ískaldan febrúarmorgun er stúlka stungin með hnífi þar sem hún situr á bekk við Ægisíðuna. Örskömmu síðar á eftirlaunaþeginn Edda leið fram hjá. Hún lætur sér ekki nægja að kalla í lögregluna heldur ákveður að rannsaka málið sjálf.

Um sama leyti leggja hjón og uppkomin dóttir þeirra af stað til Íslands, föðurlands húsmóðurinnar. Þar hyggjast feðginin sækja ráðstefnu en dvölin verður martraðarkennd fyrir konuna sem trúir Eddu fyrir viðkvæmu fjölskylduleyndarmáli.

Fyrsta bók Jónínu Leósdóttur um Eddumál, Konan í blokkinni, hlaut gríðargóðar viðtökur meðal lesenda og gagnrýnenda. Hér heldur Edda áfram að leysa ráðgátur og kærir sig kollótta þótt fjölskyldu hennar finnist hún hegða sér glæfralega.

Jónína Leósdóttir er þekkt fyrir skáldsögur sínar, fullar af hlýju og húmor. Glæpasögur hennar bera sömu einkenni og ríghalda lesanda allt til enda.

© 2021 Mál og menning (Hljóðbók) ISBN: 9789979346494 © 2021 Mál og menning (Rafbók) ISBN: 9789979337942

Skoða meira af