472 Umsagnir
4.04
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Rómantík
Lengd
7Klst. 31Mín

Bókmennta- og kartöflubökufélagið

Höfundur: Mary Ann Shaffer, Annie Barrows Lesari: Katla Margrét Þorgeirsdóttir Hljóðbók og Rafbók

Ungur rithöfundur er að leita að efni í næstu skáldsögu þegar hún fær bréf frá manni sem hefur fyrir tilviljun eignast bók sem skáldkonan átti áður.

Þegar í ljós kemur að hann er félagi í Bókmennta- og kartöflubökufélaginu á Guernsey er forvitni hennar vakin og fyrr en varir kynnist hún fleira fólki í þessum merka félagsskap. Bréfin ganga á milli og skáldkonan kynnist ást og sorgum á Guernsey undir þýsku hernámi, finnur efni í næstu skáldsögu og vináttu sem er engri lík.

Bókmennta- og kartöflubökufélagið hefur farið sigurför um heiminn og eftir bókinni hefur nýlega verið gerð alþjóðleg stórmynd. Katla Margrét Þorgeirsdóttir les.

© 2019 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789179232979 © 2022 Bjartur (Rafbók) ISBN: 9789935500120 Titill á frummáli: The Guernsey literary and potato peel pie society Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir

Skoða meira af