Sykur Hljóðbrot

Sykur

Prófa Storytel

Sykur

Hljóðbók

Vinningshafi Svartfuglsins 2020.

Þegar virtur og dáður embættismaður finnst myrtur stendur lögreglan ráðþrota. Það er ekki fyrr en hin unga lögreglukona Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans að vísbendingar hrannast upp. Rannsókn málsins tekur óvænta stefnu og samhliða því að vinna að lausn morðgátunnar þarf Sigurdís að takast á við erfiðleika sem eiga sér rætur í brotinni æsku hennar.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sýnir hér á sér óvænta hlið. Hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir þessa mögnuðu sögu sem rígheldur lesandanum allt til óvæntra endalokanna.

„Eftir að hafa lesið sögu [Katrínar], Sykur, kemur ekki á óvart að hún hafi fengið spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn í ár ... vel skrifuð spennusaga og sérlega góð áminning, ekki síst til þeirra sem eiga að fara með valdið í opinberri stjórnsýslu. ... að loknu góðu dagsverki fær [Sigurdís] sér ónefndan drykk. Það getur Katrín Júlíusdóttir svo sannarlega líka gert eftir útkomu þessarar bókar.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Heldur háu og hrífandi tempói allt fram á lokasíðu.“ Már Másson Maack, bokmenntir.is

„Sykur er bók sem erfitt er að leggja frá sér eftir að lestur hefst. ... Afbragðsgóð fyrsta glæpasaga höfundar og fannst margt frumlegt í sögunni.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefinn.is

„Frábær bók.“ Gurrí Haraldsdóttir, Vikunni

Tungumál:
Íslenska
Flokkur:
Spennusögur

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi:
Veröld
Útgefið:
2021-05-21
Lengd:
5Klst. 24Mín
ISBN:
9789935300911

Svipaðar bækur

Hitta storyn som passar just dig

Henrik Karlsson

"Har precis startat en provperiod hos Storytel och det är det bästa jag någonsin gjort. Att lyssna ger mig full koncentration på boken samtidigt som jag kan pyssla med annat."

Birgitta Johansson

"Det bästa som har hänt mig på länge. Dessutom lyssnar jag på böcker som jag nog aldrig hade kommit mig för att läsa annars. Jag lyssnar i bilen, på promenaden eller när jag städar."

Birgitta Lindh

"Jag och min man delar familjeabonnemanget och har haft Storytel i 5-6 år. Vi är så nöjda med både appen och Readern. Här finns ett stort bokutbud som passar oss båda!"