
Barnalestin
- Höfundur:
- Viola Ardone
- Lesari:
- Elín Gunnarsdóttir
Hljóðbók og Rafbók
Hljóðbók: 11. október 2021
Rafbók: 11. október 2021
- 409 Umsagnir
- 4.21
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Skáldsögur
- Lengd
- 7Klst. 1Mín
Barnalestin er ljúfsár og heillandi ítölsk skáldsaga byggð á sönnum atburðum og fjallar um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög. Ungur sögumaðurinn horfir barnslegum augum á heiminn og öðlast smám saman dýrkeyptan skilning á hlutskipti sínu. Hann velur sér framtíð, en fortíðin fylgir honum. Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og innviðir landsins eru í rúst. Kommúnistar vilja bjarga börnum borgarinnar frá verstu hörmungunum og koma þeim til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Þúsundum saman eru börn úr suðrinu send með lest eftir Ítalíu endilangri og veröldin sem mætir þeim í norðri er framandi. Nægur matur, hlý föt, öryggi – og ný fjölskylda, nýir siðir og ný tækifæri. Sum snúa aldrei aftur til fyrra lífs. Höfundurinn, Viola Ardone, er sjálf frá Napólí. Barnalestin er þriðja bók hennar en sú fyrsta sem vekur verulega athygli utan heimalandsins. Halla Kjartansdóttir þýddi.
Skoða meira af


Hlustaðu og lestu ókeypis í 3 daga
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar í 3 daga, þér að kostnaðarlausu.